Halló, þetta er hjá Víni og mat ehf. Kannski þekkirðu Frú Laugu, hverfisverzlanirnar okkar í Laugarnesi og Þingholtunum. Við flytjum líka inn sérvalin rauðvín, hvítvín, freyðivín og fleira frá úrvals vínbændum á Ítalíu, í Frakklandi, Ástralíu, Þýsklandi og víðar. Við skrifum stundum blogg um vín og mat. Vínin okkar finnur þú ekki í Vínbúðunum en ef þú vilt smakka geturðu komið í vínsmökkun eða pantað vínin hér á vefnum.