Halló, þetta er hjá Arnar og Rakel í Frú Laugu. Við flytjum líka inn vín. Þau fást ekki í Vínbúðunum heldur eingöngu með því að panta hér á síðunni okkar. Pöntunin er sótt í Vínbúð að eigin vali og hægt að senda hvert á land sem er.

Lágmarks pöntun er 3 flöskur, bland í poka. Afhendingartími er um fimm virkir dagar. Greiðslan fer fram í Vínbúðinni. Mjög einfalt.

Kíktu á allan vínseðilinn til leggja inn pöntun eða farðu beint í rauðvín, hvítvín, rósavín, freyðivín, bjór, síder eða aðra drykki.

Hver eru vín Frú Laugu?

Við veljum vínin af sömu kostgæfni og allt annað í búðinni. Eitthvað sem okkur finnst gott og merkilegt. Í dag flytjum við eingöngu inn náttúruvín sem eru lífræn eða bíódýnamísk (lífefld) og án þeirra aukaefna sem oft fylgja nútíma víngerð. Lestu um hvað náttúruvín er á blogginu okkar.